Preview Exterior.jpg

Urban Flex einingahús

Það hefur verið draumur í mörg ár að teikna nýtískulegt hús sem er hannað þannig að garður og íbúð tengist vel. Til þess að gera þennan draum að veruleika höfum við myndað samstarf við Ella Fells í Arno einingahúsum og Andrew og Klöru í AKA Studio Stockholm. Með þeim höfum við þróað hús sem vinnur vel með útivistarsvæðunum og hægt að fá í nokkrum stærðum. Það er jafnvel möguleiki að stækka það jafnóðum og fjölskyldan stækkar.