Urban Beat ehf

Skeifunni 17, Reykjavík

info@urbanbeat.is

+ 354 823 0001

©2018 Urban Beat ehf. Unnið í Wix.com með stolti :-)

Heildarteikning

Heildarteikning af garði er ein besta leiðin til þess að fá garð sem er nákvæmlega eins og þú vilt hafa hann. Heildarteikning er í raun safnteikning sem gefur þér allt sem þú þarft til að útfæra garðinn þinn. Vinnan er unnin í þremur skrefum og á milli skrefa gerum við allar þær breytingar sem við þurfum á meðan við þróum hugmyndir. Í fyrsta skrefinu færðu 3 hugmyndir til að velja úr eða raða saman. Svo færðu samsetta teikningu til að samþykkja og þróa lengra. Að lokum færðu heildarpakka með verkteikningum, plöntuplani og meira að segja ljósahönnun.

Skref 1 - Þrjár hugmyndir

Hugmynd A
Hugmynd B
Hugmynd C
Þrívídd af A
Þrívídd af B
Þrívídd af C
Show More

Í þessum hluta eru aðstæður á staðnum skoðaðar með teikningu hússins og ljósmyndir til hliðsjónar. Meðal áherslna eru hvenær svæði eru böðuð sól og hvort líkur séu á vindstrengjum, t.d. við húshorn. Ljósmyndir af húsi eru greindar og útbúin litapalletta fyrir hönnuð og eiganda til að vinna með. 
 
Síðan hefst hin eiginlega hönnunarvinna með vinnufundi á staðnum. Eigendur og hönnuðir skoða lóðina saman og mæla upp atriði sem ekki koma fram á húsateikningum. Síðan er sest inn og farið yfir ljósmyndir sem gætu hentað sem fyrirmyndir. Allar pælingar eru skrifaðar niður og jafnvel skissaðar gróft inn á grunnmynd.

Að fundinum loknum mátar hönnuður þrjár útfærslur við lykilsvæði í garðinum. Hugmyndirnar eru settar fram sem handteiknaðar myndir og getur eigandinn því skoðað hvað fellur best að hans smekk og væntingum um sælustundir í garðinum. Bestu hugmyndirnar mynda svo grunninn fyrir næsta skref, skipulagsteikningu.

 

Hvað er innifalið?

Greining: Greining á sólarsvæðum, vindstrengjum og útliti hússins ásamt atriðum í umhverfi sem geta haft áhrif á hönnunina. 
Þrjár hugmyndir: Handteiknaðar útfærslur að lykilsvæðum garðsins - 3 útfærslur fyrir hvert svæði. Gert er ráð fyrir að garðeigandi velji útfærslur til þess að halda áfram með. 

Útfærsluteikningar: Þrívíðar yfirlitsmyndir af öllum tillögum og hugmyndateikningar  af lykilútfærslum.

Verðbil: kr. 290.000 - 490.000 án vsk 

Dæmi um verð: 750 m2 flöt lóð í nýju hverfi í Reykjavík kr. 390.000 án vsk


Endanlegt verð fer eftir stærð lóðar, landhalla, gróðri og öðrum þáttum sem geta aukið flækjustigið við hönnun.
 

Skref 2 - Skipulagsteikning

Grunnmynd með skýringum
Grunnmynd með málsetningum
Þrívíðar myndir
Show More

Í skipulagsteikningunni er ein hugmynd úr skrefi eitt þróuð áfram eða hugmyndir teknar úr 2-3 tillögum til þess að mynda lokahönnun garðsins. Nú er gerð nákvæm teikning sem er síðan málsett og hæðarsett (upp að því marki sem grunngögn leyfa).

Teikningin er í kvarða með helstu upplýsingum um skipulag og efnisval ásamt lykilmálsetningum og hæðartölum (ef grunngögn leyfa). 

Þessi teikning gerir eigandanum kleyft að setja út skipulagið á garðinum og útfæra garðinn með flinkum verktökum. í næsta skrefi eru smáatriðin útfærð.

 

Hvað er innifalið?

Skipulagsteikning: Teikning þar sem garðeigandinn og hönnuður hafa valið það best úr tillögunum þremur. Hér koma nákvæmar útskýringar á t.d. hellu- og viðartegundum.
Málsett grunnmynd: Með málsettri grunnmynd í kvarða getur verktakinn sett út garðinn og framkvæmt.
Flugmyndir: Þrívíðar yfirlitsmyndir frá 2-3 sjónarhornum.
Skýringamyndir: Skýringateikningar sem sýna flest  lykilsvæði garðsins í þrívídd og má því átta sig á útlitinu þó nákvæmar verkteikningar liggi ekki fyrir.

Verðbil: kr. 130.000 - 420.000 án vsk 

Dæmi um verð: 750 m2 flöt lóð í nýju hverfi í Reykjavík kr. 240.000 án vsk


Endanlegt verð fer eftir stærð lóðar, landhalla, gróðri og öðrum þáttum sem geta aukið flækjustigið við hönnun.

Skref 3 - Verkteikningar

Í þessu skrefi eru smáatriðin hömruð út.


Nákvæm grunnmynd með málsetningum, efnislýsingum og upplýsingum um hæðir er forsenda þess að hægt sé að útfæra garðinn rétt. Þessi teikning gerir verktakanum kleift að útbúa garðinn eins og hann var hugsaður. 

Á gróðurplaninu eru öll tré og allir runnar nafngreindir ásamt fjölda þeirra. Sígrænn gróður og runnar, sem blómstra á mismunandi tímum árs, mynda umgjörðina fyrir hin ýmsu svæði garðsins. 

Með málsettum útlitsmyndum má sjá enn betur hvernig mannvirki í garðinum raðast upp, hæðir þeirra og hvað efni er notað. Þetta er lykilgagn fyrir smiði og aðra verktaka, sem koma að útfærslu garðsins.

Þrívíðar pallateikningar gera smiðum kleift að smíða pallinn með öllum nauðsynlegum smáatriðum.
Ljósateikning sýnir staðsetningu ljósa og gefur tilfinningu fyrir dreifingu birtunnar.

 

Hvað er innifalið?

Málsett grunnmynd: Málsett grunnmynd með verkskýringum og hæðartölum ef grunngögn leyfa.
Gróðurplan: Teikning sem sýnir öll tré og alla runna sem gert er ráð fyrir að gróðursetja, ásamt fjölda af hverri tegund.
Ljósaplan: Teikning sem sýnir staðsetningu ljósa og hvert þau lýsa.
Útlitsmyndir: Málsettar útlitsteikningar og snið með verkskýringum, af helstu mannvirkjum og útfærslum í garðinum. 
Grindarteikningar af pöllum allt að 100 m2 ásamt sérteikningum af girðingum og bekkjum.

Uppfærðar þrívíðar teikningar af garðinum.

Verðbil: kr.  250.000 - 570.000 án vsk 

Dæmi um verð: 750 m2 flöt lóð í nýju hverfi í Reykjavík kr. 360.000 án vsk

Heildarverð

Heildarverð fyrir öll 3 skref: kr. 670.000 - 1.480.00 án vsk.

Dæmi um verð: 750 m2 flöt lóð í nýju hverfi í Reykjavík kr. 990.000 án vsk


Endanlegt verð fer eftir stærð lóðar, landhalla, gróðri og öðrum þáttum sem geta aukið flækjustigið við hönnun.

Gróðurplan
Ljósateikning
Málsetningar og hæðir
Smáhýsi og skálar
Pallateikningar
Girðingar, bekkir og pottur
Show More