Garðateikning

Garðateikning af garði er ein besta leiðin til þess að fá garð sem er nákvæmlega eins og þú vilt hafa hann. Garðateikning er í raun safnteikning sem gefur þér allt sem þú þarft til að útfæra garðinn þinn. Vinnan er unnin í fjórum skrefum og á milli skrefa gerum við allar þær breytingar sem við þurfum á meðan við þróum hugmyndir.

 

Fyrst fer fram greining á svæðinu og síðan er skipulag teiknað upp í skissuformi. Í framhaldi færðu að upplifa garðinn í þrívídd og þróa hann síðan áfram með hönnuði. Að lokum færðu heildarpakka með verkteikningum, plöntuplani og meira að segja ljósahönnun. 

Undirbúningur

Hugmynda- og tilboðsfundur: Garðeigandinn sendir myndir og mætir síðan á skrifstofu Urban Beat í Suðurhrauni 10 á hugmyndafund þar sem farið er yfir forsendur hönnunar og hvernig hönnun fer fram. Í framhaldi af hugmyndafundi er tilboð sent. Þessi fundur má fara fram sem fjarfundur. (lokið)

Skref 1 (grunnþjónusta) - Frumhönnun

Urban Beat gardateikning skref 1.jpg

Greining og hönnun: Hönnuður fer á staðinn, tekur svæðið út, mælir upp ef þörf er á og aðstæður leyfa. Greining á sólarsvæðum, vindstrengjum og útliti hússins ásamt atriðum í umhverfi sem geta haft áhrif á hönnunina. 


Hönnun: Skipulag teiknað upp í skissuformi, bæði grunnmynd og einföld þrívíð sjónarhorn ásamt þrívíðum yfirlitsmyndum og þrívíðum sjónarhornum.


Tillögufundur: Fundur á skrifstofu Urban Beat þar sem skissurnar eru kynntar og farið yfir mögulegar breytingar.

Skref 2 (grunnþjónusta) - Útfærsluteikning með málsettri grunnmynd 

Urban Beat gardateikning skref 2.jpg

Breytingar: Hægt er að nota síma, tölvupóst eða taka fund á skrifstofunni í Suðurhrauni 10 til þess að fara yfir breytingar og aðlögun.


Aðlögun teikninga: Breytingar frá fundi færðar inn og málsett grunnmynd útbúin ásamt nákvæmari lýsingum.
Teikning sem samanstendur af málsettri grunnmynd og þrívíðum sjónarhornum send með tölvupósti til samþykktar hjá viðskiptavini. 

Skref 3 - Gróður og verkteikningar

Urban Beat gardateikning skref 3.jpg


Þetta skref inniheldur gróðurplan, lýsingu, sérteikningar af pöllum, sérteikningar af girðingum, bekkjum og frágangi í kringum heitan pott. Glerveggir, smáhýsi, eldstæði og aðrar sérhannaðr útfærslur geta verið hluti af þessu skrefi.

Viðbótarþjónusta - Sýndarveruleiki með áherslu á lýsingu

Urban Beat gardateikning skref 4.jpg
  • Er unnið samhliða skrefi 2 og hefst þegar viðskiptavinurinn hefur komið með óskir um breytingar annaðhvort á fundi eða með tölvupósti.

  •  

  • Þetta skref fer fram með hjálp tölvuleikjatækni en þá er hægt að leggja áherslu á stíl, liti og lýsingu í garðinum.
     

  • Tillögufundur: Hönnunin kynnt með gegnumgangi á skjá með tölvuleikjatækni. 
     

  • Tölvuleikurinn er sendur eða afhentur á USB kubbi (eða sem zip-skrá í gegnum tölvupóst) með munnlegum leiðbeiningum um notkun.