Heildarteikning

Heildarteikning af garði er ein besta leiðin til þess að fá garð sem er nákvæmlega eins og þú vilt hafa hann. Heildarteikning er í raun safnteikning sem gefur þér allt sem þú þarft til að útfæra garðinn þinn. Vinnan er unnin í þremur skrefum og á milli skrefa gerum við allar þær breytingar sem við þurfum á meðan við þróum hugmyndir.

 

Í fyrsta skrefinu færðu hugmyndir og útfærslur til að velja úr eða raða saman. Svo færðu að upplifa garðinn í þrívídd og þróa hann áfram með hönnuði. Að lokum færðu heildarpakka með verkteikningum, plöntuplani og meira að segja ljósahönnun.

Skref 1 - Grunnhönnun garðsins

Í þessu skrefi berum við saman mismunandi hugmyndir og eru útbúnar 2-3 hugmyndir af hverju svæði innan garðsins.

 

Vinnan við heildarteikningu hefst með kynningarfundi á skrifstofu Urban Beat. Þar fara hönnuður og húseigendur yfir allt hönnunarferlið og húseigendur fá að sjá ljósmyndir, teikningar og raunheimavídeó af fyrri verkefnum. Á þessum fundi er einnig skrifaður niður listi yfir helstu óskir garðeiganda.

 

Næsti fundur er til að fara yfir fyrstu hugmyndir en fyrir þann fund er hönnuður búinn að kynna sér svæðið vel. Á þessum fundi eru lagðar fram teikningar og hugmyndir. Um er að ræða stemmingsmyndir, þrívíðar skissur, tillögur að litum og efnisvali ásamt fyrstu drögum að skipulagi garðsins. 

 

Í lok þessa skrefs fær garðeigandi í hendurnar teikningar sem sýna 2-3 útfærslur af skipulagi garðsins og þrívíð sjónarhorn af öllum hlutum hans. Þetta eru tillögurnar sem hönnuður og eigendur þróa saman fyrir næsta skref.

Skref 2 - Sýndarveruleiki í þrívídd og skipulagsteikning 

Í þessu skrefi eru hugmyndirnar úr skrefi 2 þróaðar áfram til að útbúa myndskeið í þrívídd sem hægt er að skoða á stórum skjá og með sýndarveruleikagleraugum. Haldinn er fundur á skrifstofu Urban Beat þar sem viðskiptavinurinn fær að upplifa garðinn í sýndarveruleika. Upplifun viðskiptavinar nýtist við þróun yfir í næsta skref.

Skref 3 - Verkteikningar

Gróðurplan
Ljósateikning
Málsetningar og hæðir
Smáhýsi og skálar
Pallateikningar
Girðingar, bekkir og pottur
Show More

Í þessu skrefi eru síðustu breytingar ákveðnar og smáatriðin hömruð út.

 

Nákvæm grunnmynd með málsetningum, efnislýsingum og upplýsingum um hæðir er forsenda þess að hægt sé að útfæra garðinn rétt. Þessi teikning gerir verktakanum kleift að útbúa garðinn eins og hann var hugsaður. 

 

Á gróðurplaninu eru öll tré og allir runnar nafngreindir ásamt fjölda þeirra. Sígrænn gróður og runnar, sem blómstra á mismunandi tímum árs, mynda umgjörðina fyrir hin ýmsu svæði garðsins. 

 

Með málsettum útlitsmyndum má sjá enn betur hvernig mannvirki í garðinum raðast upp, hæðir þeirra og hvað efni er notað.

Þetta er lykilgagn fyrir smiði og aðra verktaka, sem koma að útfærslu garðsins.

 

Þrívíðar pallateikningar gera smiðum kleift að smíða pallinn með öllum nauðsynlegum smáatriðum.
Ljósateikning sýnir staðsetningu ljósa og gefur tilfinningu fyrir dreifingu birtunnar.

 

Heildarteikning kostar á bilinu 1,0 – 1,5 milljónir án vsk.

Urban Beat ehf

Skeifunni 17, Reykjavík

info@urbanbeat.is

+ 354 823 0001

©2018 Urban Beat ehf. Unnið í Wix.com með stolti :-)

Ljósateikning