Heildarteikning

Heildarteikning af garði er ein besta leiðin til þess að fá garð sem er nákvæmlega eins og þú vilt hafa hann. Heildarteikning er í raun safnteikning sem gefur þér allt sem þú þarft til að útfæra garðinn þinn. Vinnan er unnin í fjórum skrefum og á milli skrefa gerum við allar þær breytingar sem við þurfum á meðan við þróum hugmyndir.

 

Fyrst fer fram greining á svæðinu og síðan er skipulag teiknað upp í skissuformi. Í framhaldi færðu að upplifa garðinn í þrívídd og þróa hann síðan áfram með hönnuði. Að lokum færðu heildarpakka með verkteikningum, plöntuplani og meira að segja ljósahönnun. 

Undirbúningur

Hugmynda- og tilboðsfundur: Garðeigandinn sendir myndir og mætir síðan á skrifstofu Urban Beat í Hamraborg 1 á hugmyndafund þar sem farið er yfir forsendur hönnunar og hvernig hönnun fer fram. Í framhaldi af hugmyndafundi er tilboð sent. Þessi fundur má fara fram sem fjarfundur. (lokið)

Skref 1 - Skissuteikning

Greining og hönnun: Hönnuður fer á staðinn, tekur svæðið út, mælir upp ef þörf er á og aðstæður leyfa. Greining á sólarsvæðum, vindstrengjum og útliti hússins ásamt atriðum í umhverfi sem geta haft áhrif á hönnunina. 


Hönnun: Skipulag teiknað upp í skissuformi, bæði grunnmynd og einföld þrívíð sjónarhorn þrívídd ásamt þrívíðum yfirlitsmyndum og þrívíðum sjónarhornum.


Tillögufundur: Fundur á skrifstofu Urban Beat þar sem skissurnar eru kynntar og farið yfir mögulegar breytingar.

Skref 2 - Lýsingahönnun og litaútfærslur í sýndarveruleika

Skref 2 hefst þegar viðskiptavinurinn hefur komið með óskir um breytingar annaðhvort á fundi eða með tölvupósti.
Þetta skref fer fram með hjálp tölvuleikjatækni en þá er hægt að leggja áherslu á stíl, liti og lýsingu í garðinum.


Tillögufundur: Fundur á skrifstofu Urban Beat í Hamraborg 1 (eða fjarfundur). Hönnunin kynnt með gegnumgangi á skjá með tölvuleikjatækni.

 
Tölvuleikurinn er sendur eða afhentur á USB kubbi (eða sem zip-skrá í gegnum tölvupóst) með munnlegum leiðbeiningum um notkun. 


Í framhaldi af fundinum fær garðeigandinn sent pdf skjal með útfærslunum.  

Skref 3 - Útfærsluteikning með málsettri grunnmynd

Breytingar: Hægt er að nota síma, tölvupóst eða taka fund á skrifstofunni í Hamraborg 1 til þess að fara yfir breytingar og aðlögun.


Aðlögun teikninga: Breytingar frá fundi færðar inn og málsett grunnmynd útbúin ásamt nákvæmari lýsingum.


Teikning sem samanstendur af málsettri grunnmynd og þrívíðum sjónarhornum send með tölvupósti til samþykktar hjá viðskiptavini.

Skref 4 - Gróður og verkteikningar

Skref 4 er gjarnan unnið samhliða skrefi 3 og inniheldur gróðurplan, sérteikningar af pöllum, sérteikningar af girðingum, bekkjum og frágangi í kringum heitan pott.

 

Nákvæm grunnmynd með málsetningum, efnislýsingum og upplýsingum um hæðir er forsenda þess að hægt sé að útfæra garðinn rétt. Þessi teikning gerir verktakanum kleift að útbúa garðinn eins og hann var hugsaður. 

 

Á gróðurplaninu eru öll tré og allir runnar nafngreindir ásamt fjölda þeirra. Sígrænn gróður og runnar, sem blómstra á mismunandi tímum árs, mynda umgjörðina fyrir hin ýmsu svæði garðsins. 

 

Með málsettum útlitsmyndum má sjá enn betur hvernig mannvirki í garðinum raðast upp, hæðir þeirra og hvað efni er notað. Þetta er lykilgagn fyrir smiði og aðra verktaka, sem koma að útfærslu garðsins.

 

Þrívíðar pallateikningar gera smiðum kleift að smíða pallinn með öllum nauðsynlegum smáatriðum.
Ljósateikning sýnir staðsetningu ljósa og gefur tilfinningu fyrir dreifingu birtunnar.

 

Heildarteikning kostar á bilinu 700 þús. – 1,5 milljónir án vsk.

Urban Beat ehf

Hamraborg 1, Kópavogi

info@urbanbeat.is

+ 354 823 0001

©2018 Urban Beat ehf. Unnið í Wix.com með stolti :-)