top of page
Hugmyndateikning
Þessi þjónusta fellur nú undir Garðateikningu!

Hugmyndateikning er ein þægilegasta leiðin til að láta hanna litla garða eða hluta garðsins. Hluti hönnunarvinnunnar fer fram á fundum þar sem garðeigandi og hönnuður taka í sameiningu ákvarðanir um skipulag garðsins. Útkoman er grunnmynd ásamt þrívíddarmyndum sem sýna garðinn frá öllum sjónarhornum. Einnig er auðvelt að panta viðbót við þessa þjónustu s.s. plöntuplan, lýsingarhönnun og grindarteikningar. Einfalt er fyrir verktaka að vinna eftir þessum teikningum.

Ath. að allir fundir geta farið fram sem fjarfundir.

Undirbúningur

Hugmynda- og tilboðsfundur: Garðeigandinn sendir myndir og síðan er fundur á verkstað eða á skrifstofu Urban Beat í Suðruhrauni 10 þar sem farið er yfir forsendur hönnunar og hvernig hönnun fer fram. Í framhaldi af hugmyndafundi er tilboð sent. Þessi fundur má fara fram sem fjarfundur.

Skref 1 - grunnþjónusta - Frumhönnun

Urban Beat gardateikning skref 1.png

Greining og hönnun: Hönnuður fer á staðinn, tekur svæðið út, mælir upp ef þörf er á og aðstæður leyfa. Greining á sólarsvæðum, vindstrengjum og útliti hússins ásamt atriðum í umhverfi sem geta haft áhrif á hönnunina. 

 

Hugmyndafundur: Fundur á skrifstofu Urban Beat þar sem skissurnar eru kynntar og farið yfir mögulegar breytingar.


Hönnun: Skipulag teiknað upp í einfaldri þrívídd, bæði grunnmynd ásamt þrívíðum yfirlitsmyndum og þrívíðum sjónarhornum.

Skref 2 - grunnþjónusta - Útfærsluteikning með málsettri grunnmynd

Urban Beat gardateikning skref 3.png

Breytingar: Ef gera á verulegar breytingar eftirá er rukkarð sérstaklega fyrir það skv. tímagjaldi en einfaldar leiðréttingar inn tveggja vikna frá afhendingu teikninga eru innifaldar í verðinu.


Aðlögun teikninga: Breytingar frá fundi færðar inn og málsett grunnmynd útbúin ásamt nákvæmari lýsingum.


Teikning sem samanstendur af málsettri grunnmynd og þrívíðum sjónarhornum send með tölvupósti til samþykktar hjá viðskiptavini.

Grunnverð fyrir Hugmyndateikningu (Skref 1 og 2) er á bilinu kr. 200.000 - 450.000 eftir stærð lóðar og aðstæðum. Gert er tilboð fyrir hvert og eitt verkefni þegar teikningar af húsi og aðstæður hafa verið skoðaðar.

 

 

 

Hægt er að bæta við eftirfarandi teikningum:

- Hæðarplani (ef góð grunngögn liggja fyrir)  

- Grindarteikningum fyrir girðingar og palla 

 

- Gróðurplani

- Lýsingateikningu  

Skref 3 - Viðbótarþjónusta - Gróður og verkteikningar

bottom of page