Garðhönnun - þrjár skemmtilegar leiðirHvaða leiðir eru færar?

Þótt ennþá ríki vetur er sólin að hækka á lofti og brátt fer að lifna yfir gróðrinum. Hugsanlega veldur tilhugsunin um að fljótlega komi óræktin í ljós undan snjónum einhverjum hugarangri. Það er óþarfi að örvænta því ýmsar skemmtilegar leiðir eru færar þegar leysa þarf vandamál við hönnun og skipulag garðsins, breyta og bæta eða hanna nýjan garð frá grunni.


Vaninn hefur verið sá að garðeigendur hafi getað leitað eftir ráðgjöf hjá framleiðslufyrirtækjum varðandi timbur, hellur og gróður. Ráðgjöfin hefur verið í formi munnlegrar ráðgjafar, einfalds riss eða teikninga og garðurinn útfærður með hjálp landslagsarkitekts eða verktaka.


Í þessum pistli langar mig að benda á þrjár áhugaverðar leiðir við hönnun garðsins. Ráðgjöf, hugmyndateikningu og heildarteikningu en allir ættu að geta fundið leið við hæfi.


Í töflunni hér fyrir neðan eru þessar þrjár mismunandi leiðir bornar saman.Teikningar hjá BM Vallá og BykoFyrirtækin BM Vallá og Byko hafa boðið upp á ráðgjöf landslagsarkitekta í um tuttugu ár og hefur fjöldi fólks nýtt sér þessa vinsælu þjónustu gegnum tíðina. Hver viðskiptavinur fær 45 mínútur með landslagsarkitekt þar sem farið er í gegnum ljósmyndir og teikningar af garðinum, garðeigandinn setur fram óskir sínar og hugmyndir sem eru útfærðar í sameiningu. Ráðgjöfin fer fram á stórum skjá þar sem bæði landslagsarkitektinn og viðskiptavinurinn geta fylgst með framvindu hönnunarinnar. Garðeigandinn fær síðan þrívíðar tölvuteikningar af garðinum sínum í tölvupósti og í sumum tilfellum verðtilboði. Hvert fyrirtæki fyrir sig leggur áherslu á hönnun og útfærslur með eigin vöruvali, BM Vallá hellulagnir og hleðslur og Byko palla og girðingar. Það er gaman að segja frá því að í ár (2019) mun ég sjá um landslagsráðgjöfina hjá báðum þessum fyrirtækjum og hlakka til að vinna með áhugasömum garðeigendum.HugmyndateikningÖnnur aðferð sem ég bendi gjarnan á er Hugmyndateikning. Það er einföld og ódýr leið til þess að koma hugmyndum garðeigenda á blað. Hönnunin fer fram á hönnunarfundi þar sem við tökum ákvarðanir um skipulag garðsins í sameiningu.


Ferlið er þannig að garðeigandinn sendir okkur ljósmyndir af garðinum ásamt lista með helstu óskum um framtíðargarðinn og það sem hann skal innihalda eins og trépall, heitan pott, útieldhús eða matjurtagarð. Næsta skref er síðan verðtilboð og eftir að það hefur verið samþykkt förum við og skoðum svæðið og greinum verkefnið. Hönnunarfundur er síðan haldinn á skrifstofunni okkar í Skeifunni 17 og allar ákvarðanir um hönnunina teknar. Viðskiptavinurinn fær síðan hugmyndateikningar í formi grunnmyndar og þrívíðra teikninga sendar í tölvupósti sem pdf skjal. Síðan er hugmyndin þróuð á öðrum hugmyndafundi, símtali eða tölvupóstsendingum og í framhaldi því útbúin nákvæmari teikning með málsetningum. Möguleg viðbótarþjónusta við Hugmyndateikningu er hæðarsett teikning, grindarteikningar fyrir girðingar og palla, gróðurplan og lýsingarhönnun. Hugmyndateikning er góð leið til að útfæra hugmyndir og fá gögn sem auðvelt er að vinna eftir. Hér eru meiri upplýsingar um þessa þjónustu: https://www.urbanbeat.is/hugmyndateikning


HeildarteikningÞriðja leiðin sem ég mæli með við hönnun garðsins er Heildarteikning. Heildarteikning færir þér garð sem er í smáatriðum nákvæmlega eins og þú vilt hafa hann, hún er í raun teikningapakki sem gefur garðeigandanum allt sem þarf til að útfæra garðinn. Við vinnnum teikninguna í þremur skrefum og á milli skrefa gerum við allar þær breytingar sem við þurfum á meðan við þróum hugmyndir og óskir.


Í fyrsta skrefinu fær viðskiptavinurinn þrjár hugmyndir til að velja úr eða raða saman. Því næst fær hann samsetta teikningu til að samþykkja og þróa áfram. Í lokaskrefinu fær hann svo heildarpakka með verkteikningum: Nákvæma grunnmynd með málsetningum, efnislýsingum og upplýsingum um hæðir, þrívíðar pallateikningar sem smiðir geta unnið eftir í smáatriðum, nákvæmt gróðurplan sem leggur áherslu á runna og sígrænan gróður og spennandi samspil lita og forma, lýsingarhönnun sem sýnir staðsetningu ljósa og gefur til kynna hvernig birtan dreifist. Heildarteikning er frábær leið til að skapa draumagarðinn þinn. Hér eru svo aðeins ítarlegri upplýsingar um heildarteikningar: https://www.urbanbeat.is/heildarteikning


Fyrir þá sem vilja gera allt sjálfir og leita af góðum hugmyndum get ég bent á Pinterest.com og Houzz.com en sjálfur nota ég þessa vefi óspart. Svo reynum við hjá Urban Beat að birta eins mikið af skemmtilegum hugmyndum og við getum á facebook síðunni okkar https://www.facebook.com/urbanbeatdesign/


Gangi ykkur vel að útfæra garðinn og takk fyrir að lesa :-)


Recent Posts

See All