Hugmyndateikning - fyrsta skrefið að útipartíi ársins!

Updated: Mar 31, 2020

Langar þig til ganga út í fallegan garð sem er sérhannaður fyrir grillmatreiðslu og geggjuð matarboð? Viltu geta farið í heita pottinn eftir góðan skokkhring eða hjólatúr? Og svo í kalda pottinn og sturtu? Viltu geta boðið öllum vinunum og fjölskyldunni í garðinn þinn og leyfa þeim að njóta lífsins með þér? Viltu hljóðeinangraðan garðkofa þar sem má spila á rafmagnsgítar eða horfa á sjónvarp? Þá gæti verið kominn tími til að setja svoldið púður í garðinn!!!Einföld og hagkvæm leið að hinum fullkomna garði fyri þig

Hjá Urban Beat bjóðum við upp á tvenns konar þjónustu þegar kemur að hönnun garða: Heildarteikningu og Hugmyndateikningu. Í þessum pistli langar mig að fara í gegnum ferlið við gerð Hugmyndateikningar en sú þjónusta er bæði hagkvæmur og skemmtilegur kostur. Ferlið við gerð teikningarinnar er lifandi og byggist á samvinnu landslagsarkitekts og garðeigenda. Hönnunin fer fram á hönnunarfundi þar sem landslagsarkitekt og eigendur þróa hönnunina saman og skissa jafnvel inn á grunnteikningu. Það er gjarnan mikið hlegið á þessum fundum enda koma við hugmyndir eins og kampavínsveggir, þrautabrautir fyrir hunda og hengirúm. Hugmyndateikningar innihalda upplýsingar fyrir iðanaðarmenn til að vinna eftir en mögulegt er að fá viðbótarþjónustu eins og lýsingarhönnun, grindarteikningar af pöllum eða gróðurplan til að auðvelda framkvæmdina enn meira.


Óskalisti, verðtilboð og greining

Áður en að við hefjumst handa við gerð Hugmyndateikingar þurfum við að fá sendar ljósmyndir af svæðinu og lista yfir helstu óskir þínar. Langar þig í trépall, heitan pott, tjörn , eldstæði eða jafnvel gullsleginn pissandi dverg í tjörn? Þarna er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín! Þegar við höfum fengið þessi gögn í hendurnar sendum við þér verðtilboð. Þegar tilboðið er samþykkt hefjumst við handa og förum á staðinn. Þar greinir landslagsarkitekt svæðið með tilliti til sólarsvæða, vindstrengja og útlits hússins ásamt atriða í umhverfi sem geta haft áhrif á hönnunina. Svæðið er tekið út og mælt upp ef þörf er á og aðstæður leyfa.


Hönnunarfundur 1

Næsta skref er hugmyndavinna. Þá mætir þú til okkar á hönnunarfund hérna á skrifstofu Urban Beat í Skeifunni 17 og í sameiningu tökum við ákvarðanir um skipulag garðsins. Á hönnunarfundum setjast landslagsarkitekt og viðskiptavinur saman og draga fram allar helstu útfærslur og hugmyndir að hönnun garðsins. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel og viðskiptavinir okkar hafa notið þess að taka þátt í hönnunarferlinu.


Hugmyndateikningar

Að teiknivinnu lokinni færð þú sendar hugmyndateikningar frá okkur í formi grunnmyndar og þrívíðrar teikningar sem PDF skjal. Á þessu stigi þarftu að fara vel yfir teikningarnar og skoða hvort að þú óskir eftir einhverjum breytingum. Hér er líka tækifæri til að skipta um skoðun. Kanski er heiti potturinn ekki nógu stór. Kannski ákvaðstu að fá þér hund í gær og þarft því fleiri girðingar.Hönnunarfundur 2

Þá er komið að seinni hönnunarfundinum okkar og hann fer sem áður fram í Skeifunni 17. Þar förum við saman yfir teikningarnar og ákveðum allar breytingar sem óskað er eftir áður en lokateikning er kláruð. Þega búið er að aðlaga hönnunina að þessum breytingum er hægt að málsetja teikninguna og gera aðeins ítarlegri lýsingar á grunnmyndina t.d. um gerð pallaefnis og breidd klæðningar.
Endanlegar teikningar afhentar

Þá er komið að því að þú færð fullbúar teikningar afhentar í tölvupósti sem PDF skjal, bæði málsetta grunnmynd og þríðvíðar teikningar. Þú getur svo prentað þær út á heimilisprentaranum, sent á prentstofu og fengið A2 teikningar (sem er raunstærðin) eða bara skoðað á spjaldtölvu eða skjá.


Verðið

Þessi þjónusta var þróuð fyrir þá sem eru að leita að hagkvæmri leið til að fá draumagarðinn án þess þó að gefa eftir kosti þess að allt sá hannað og útfært í þrívídd. Vinnuferlið er í stöðugri þróun og með því hefur okkur tekist að fella mjög mikið inn í "pakkann".Verðbil: kr.190.000 - 490.000 án vsk 

Dæmi um verð: 750 m2 flöt lóð í nýju hverfi í Reykjavík, kr. 290.000 án vsk

Endanlegt verð fer eftir stærð lóðar, landhalla, gróðri og öðrum þáttum sem geta aukið flækjustigið við hönnun.


Viðbótarþjónusta

Hafir þú áhuga á að fá sérteikningar sem viðbótarþjónustu bjóðum við upp á eftirfarandi kosti og miðast þetta verð við að sérteikning sé pöntuð um leið og Hugmyndateikning:


Hæðarplan: Hæðarplan þar sem fram koma hæðartölur og/eða halli á öllum hlutum lóðar.

Kr. 60.000 - 90.000 án vsk (Allir núverandi gólf- og lóðarkótar þurfa að liggja fyrir).Gróðurplan: Teikning sem sýnir öll tré og alla runna sem gert er ráð fyrir að gróðursetja, ásamt fjöldann af hverri tegund. Kr. 45.000 - 110.000 án vsk.Lýsingarhönnun: Teikning sem sýnir staðsetningu ljósa, útlit og geisla. Kr. 60.000 - 90.000 án vsk.


Grindarteikningar af pöllum: Grindarteikningar af pöllum, bekkjum og í kringum heitan pott fyrir allt að 100 m2 pall. Kr. 60.000 - 120.000 án vsk.


Ég vona svo sannarlega að hér sé komin hagkvæm og þægileg leið til að taka mikilvægar ákvarðanir um hönnun garðsins og hvernig hann nýtist sem sælureitur næstu ár og áratugi.


Góða skemmtun í skipulagspælingunum og takk fyrir að lesa :-)
Til að upplýsingar og/eða tilboð í að hanna garðinn þinn sendu okkur póst á info@urbanbeat.is

Recent Posts

See All