top of page
GARÐATEIKNING

Garðateikning er ein besta leiðin til þess að fá garð sem er nákvæmlega eins og þú vilt hafa hann. Garðateikning er í raun safnteikning sem gefur þér allt sem þú þarft til að útfæra garðinn þinn. Vinnan er unnin í 2-3 skrefum og á milli skrefa gerum við allar þær breytingar sem við þurfum á meðan við þróum hugmyndir.

 

Fyrst fer fram þarfagreining sem felur í sér úttekt á svæðinu og aðstæðum. Síðan er skipulag teiknað upp í skissuformi, bæði grunnmynd og fjöldi þríðvíðra sjónarhorna. Í þriðja skrefi bætast við allar breytingar og nýjar óskir viðskiptavinar. Fullunnin teikning er síðan afhent, ásamt þeirri viðbótarþjónustu sem óskað er eftir.

Undirbúningur - Þarfagreining og tilboð

Hönnuður mætir á staðinn til að skoða og taka út garðinn. Þar eru teknar myndir, farið yfir þarfir og væntingar ásamt því að taka vel út aðstæður á staðnum: Sólargang, vindáhrif, aðstæður við lóðamörk o.s.frv.

Boðið er á fund með arkitekt sem fer fram á skrifstofu Urban Beat, þar eru hugmyndir ræddar og þarfir greindar.

Í framhaldi fær viðskiptavinur sent tilboð í tölvupósti og PDF skjal með tilboði, þarfagreiningu, hugmyndum í formi mynda og upplýsingum úr byggingarreglugerð.  

Skref 1 - Garðateikning
Skjámynd 2023-02-14 101101.png
Skjámynd 2023-02-14 100259.png
Skjámynd 2023-02-14 100417.png
Skjámynd 2023-02-14 101256.png
Skjámynd 2023-02-14 101355.png
Skjámynd 2023-02-14 101936.png

Hönnun: Skipulag teiknað upp, grunnmynd  ásamt þrívíðum yfirlitsmyndum og sjónarhornum. Síðan er hönnunin sett upp í sýndarveruleika.


Skref 1:  Haldin er fundur á skrifstofunni okkar í Faxafeni 10 þar sem drögin eru kynnt. Eftir fundin er sent pdf sem skoða má heima og koma með tillögur að mögulegum breytingum. 

Skref 2 - Garðateikning með málsettri grunnmynd 
Urban Beat gardateikning skref 2.jpg

Í þessu skrefi bætast allar breytingar og nýjar óskir viðskiptavinar. Allar teikningar eru þróaðar áfram miðað við breytingar ákveðnar af garðeiganda og hönnuði. Því næst er útbúin málsett grunnmynd, sem eru lágmarksgögnin sem verktaki þarf til að vinna slíkt verk. Innifalið í skrefi 3 eru allar breytingar, uppfærð gögn og málsett grunnmynd. Einnig fylgir með uppfærð útgáfa af tölvueiknum.

Skref 3 - Viðbótarþjónusta - verkteikningar 
Urban Beat gardateikning skref 3.jpg

Í skrefi 2 eru nákvæmari útfærslur gerðar í formi verkteikninga. Hver verkteikning er verðlögð sér í tilboðinu og því hægt að velja það sem þörf er talin á.

Algengur kostnaður á Garðateikningu fyrir heila garða og svæði yfir 300 m2 er 450-850 þúsund án vsk fyrir grunnþjónustu.
Sérteikningar eins og lýsing eða gróður verðleggjast sér en algengur kostnaður er 90.000 - 200.000 per sérteikningu án vsk.

Helstu verkteikningar eru:

  • Gróðurplan þar sem nöfn á öllum trjám og runnum ásamt fjölda koma fram.

  • Lýsingaplan þar sem staðsetning og gerð ljósa koma fram.

  • Verkteikningar af pöllum, girðingum og bekkjum.

  • Verkteikningar af geymslum og smáhýsum.

  • Verkteikningar af veggjum og stoðveggjum

Sýndarveruleiki og tölvuleikur

Fyrir það sem vlja sjá garðinn í gagnvirkum tölvuleik eða sýndarveruleika þá bjóðum við aukalega upp á slíka þjónustu.

bottom of page