top of page
Photo 13.7.2023, 15 02 51.jpg
undirberumhimni_logo_edited.png

Þáttaröð 1

Hefur þig alltaf dreymt um fallegan garð þar sem þú getur verið úti allan ársins hring. Dreymir þig um heitan pott fyrir veturna og skjólgott svæði fyrir sólböð á sumrin. Þá er þetta þátturinn fyrir þig! Í þessum þáttum segjum við sögur af görðum. Við heimsækjum garð þar sem framkvæmdum er nýlega lokið. Við rifjum upp hvernig hann var fyrir framkvæmdir og fáum innsýn í hönnun garðsins. Síðan skoðum við garðinn fullbúinn og spáum í hvernig þetta heppnaðist.

01

Fótboltagarðurinn

Dreymir þig um garð þar sem allir í fjölskyldunni geta notið sín saman? Í þessum þætti er heiti potturinn hjarta garðsins og fótboltavöllurinn lungun. Það er góð tenging á milli svæða og því þarf enginn að verða útundan.

02

Útsýnisgarðurinn

Dreymir þig um heitan og kaldan pott? Ertu að spá í útieldhús sem þú getur notað allan ársins hring? Í þessum þætti skoðum við garð á tveimur hæðum þar sem útsýnið er ekki af verri endanum. Þarna má grilla, chilla og baða sig í bæði heitu og köldu vatni.

03

Bambusgarðurinn

Í þessum garði er notaður bambus í pallana. Hér er allt til alls: Heitur pottur, kaldur pottur, grillstöð og fullt af stöðum til þess að setjast á. 

04

Gróðurhúsagarðurinn

Dreymir þig um garð sem þú getur notað allan ársins hring? Viltu geta farið út í garð í bikini á sumrin og með teppi og kakó inn í gróðurhús á veturna. Í þessum þætti skoðum við garð í eldri hverfi Garðabæjar þar sem hægt er að fá sér espressó og rölta út í garð nánast allt árið.

bottom of page