top of page
Image6.png

​

Hugmyndateikning
Rétta skrefið í áttina að draumagarðinum!
​
Ertu með svæði í garðinum sem þarf að endurnýja? Viltu fá skýra mynd af útliti garðsins áður en þú tekur næstu skref? Með sérsniðinni hugmyndateikningu færðu faglega hönnun fyrir afmarkað svæði grðsins.

Teikningin spara tíma, fækkar mistökum og eykur verðmæti þeirrar fjárfestingar sem fallegur garður er.

​

​​

​

​

​

 

​

​

 

 

 

​

 

Hvað er innifalið?
Hugmyndateikning er einföld og aðgengileg leið til að fá útfærslu af vel afmörkuðu svæði innan garðsins, allt að 200 m².


Hentar vel fyrir:

  • Verandir

  • Palla

  • Innkeyrslur

  • Pottasvæði

  • Útieldhús

  • Önnur vel skilgreind svæði


Ferlið í einföldum skrefum:


1. Undirbúningur:

  • Þú sendir okkur heimilisfang, ljósmyndir af svæðinu og stuttan óskalista.

  • Hönnuður fer yfir upplýsingarnar og mætir á svæðið til að taka út aðstæður.


2. Teikning:

  • Við hittumst á stuttum fundi (í eigin persónu, í fjarfundi eða síma) þar sem við förum yfir hugmyndir og þarfir.

  • Í framhaldi af því færðu hugmyndateikningu, ein til þrjár þrívíðar myndir af lykilsvæðu garðsins og  grunnmynd með helstu skýringum og lykilmálsetningum.

  • Svo hefur tækifæri til að óska eftir breytingum innan tveggja vikna.


3. Uppfærð teikning með breytingum:

  • Uppfærð grunnmynd með skýringum og lykilmálsetningum.

 

Verð og viðbótarþjónusta
Hugmyndateikning: 250.000 kr. án vsk. (greitt við afhendingu).


Í framnhaldi getum við boðið upp á viðbótarþjónustu fyrir sama svæði:

  • Gróðurplan

  • Ljósaplan

  • Nákvæmt hæðarplan

  • Grindarteikningar fyrir palla, potta og girðingar

  • Sérteikningar af girðingum, vinnuborðum, kampavínsveggjum og bekkjum

  • Sýndarveruleikaútfærslur fyrir betri tilfinningu


Vertu skrefi nær draumagarðinum
Fylltu út formið hér að neðan eða sendu okkur tölvupóst á info@urbanbeat.is með eftirfarandi upplýsingum:

​

  • Nafn, kennitala og símanúmer

  • Heimilisfang verkefnis

  • Myndir af svæðinu

  • Stuttur óskalisti yfir það sem þú óskar eftir

 

Við vinnum með þér að vandaðri hönnun fyrir garðinn! 
________________________________________
 

Vantar þig hugmyndir fyrir garðinn þinn?
Við höfum tekið saman greinar sem hjálpa þér að sjá dæmi um hvað er hægt að gera:

 


Skoðaðu hugmyndirnar og hafðu samband þegar þú ert tilbúin/nn að láta teikna garðinn þinn!

​​

​

 (sjá nánari skilmála hér)

​

 

​

Photo 18.4.2023, 10 22 16.jpg
Urban Beat hugmyndaráðgjöf trépallur.JPG

HAFÐU SAMBAND

Takk fyrir, sending tókst!

Urban Beat ehf

Faxafen10 Reykjavík

©2024 Urban Beat ehf. Unnið í Wix.com með stolti :-)

bottom of page