top of page
Image6.png
Photo 18.4.2023, 10 22 16.jpg
Urban Beat hugmyndaráðgjöf trépallur.JPG

Palla- og innkeyrsluteikningar
Þessar teikningar eru einföld leið til að fá útfærslu á afmörkuðu svæði innan garðsins,
allt að 200 m2. Hentar vel fyrir innkeyrslur, verandir, palla og önnur vel afmörkuð lítil svæði.

 

 

 

 

 

 

Undirbúningur:

Garðeigandinn sendir heimilisfang, ljósmyndir, óskalista og upplýsingar um hvaða svæði eigi að hanna. Þessar upplýsingar notar hönnuðurinn til þess að undirbúa ráðgjafartíma þar sem hönnuður mætir á svæðið, skoðar og tekur myndir.

Teikning:

Hönnuður setur teikninguna upp með skýringum og málsettri grunnmynd og sendir til garðeigandans. Svo er hægt að bóka símtal eða fund til að fara yfir breytingar. Lokateikning kemur svo í framhaldi af því.

Ráðgjöfin kostar frá kr. 200.000 án vsk.

Ráðgjöfin nær til svæðis allt að 200 m2 og snýr að útfærslu á stéttum og pöllum. Gögnin sem koma út úr teiknivinnunni eru:

1. Grunnmynd með skýringum um allt sem snýr að palli, hellum og stétt

2. Málsett grunnmynd

3. Yfirlitsmyndir í þrívídd

4. Augnhæðarmyndir í þrívídd

Hægt er að fá eftirfarandi viðbótarþjónustu fyrir sama svæði:

1. Lýsingateikningu kr. 70.000 án vsk

2. Gróðurplan kr. 60.000 án vsk

3. Nákvæmt hæðarplan kr. 50.000 án vsk

3. Grindarteikning af palli kr. 80.000 án vsk

4. Grindarteikning í kringum heitan pott kr. 40.000 án vsk

5. Sérteikning af girðingu kr. 40.000 án vsk

6. Sérteikning af vinnuborði, kampavínsvegg eða bekk kr. 50.000 án vsk

7. Sýndarveruleiki og tölvuleikur yfir netið kr. 70.000 án vsk

8. Viðbótarbreytingar rukkast í tímavinnu 18.000 án vsk per klukkustund

Ef þú hefur áhuga á ráðgjöf máttu senda okkur póst á info@urbanbeat.is  með:

1. Nafni, kennitala, heimilisfangi (verkefnis) og síma 

2. Myndum af svæðinu 

3. Stuttum óskalista 

4. Upplýsingar um skilgreiningu svæðis (ath. ráðgjöfin takmarkast við 200 m2 svæði)

5. Þeir sem hafa ákveðinn smekk og eru byrjaðir að pæla geta einnig sent skjáskot af hugmynd t.d. af Pinterest

 (sjá nánari skilmála hér)

 

HAFÐU SAMBAND

Takk fyrir, sending tókst!

bottom of page