Hugmyndateikning
Hugmyndateikning er ein þægilegasta leiðin til að láta hanna draumagarðinn þinn. Hluti hönnunarvinnunnar fer fram á hugmyndafundi þar sem þú og landslagsarkitektinn takið í sameiningu ákvarðanir um skipulag garðsins. Útkoman er nákvæm grunnmynd ásamt glæsilegum þrívíddarmyndum sem sýna garðinn frá öllum sjónarhornum. Einnig er auðvelt að panta viðbót við þessa þjónustu s.s. plöntuplan, lýsingarhönnun og grindarteikningar. Einfalt er fyrir verktaka að vinna eftir þessum teikningum og hefur Hugmyndateikning verið algengasta leið sem viðskiptavina okkar til þessa.
Hönnun Hugmyndateikningar fer fram á hugmyndafundi þar sem þú og landslagsarkitektinn taka ákvarðanir um hvernig skipulag garðsins eigi að vera. Síðan færð þú drög til að fara yfir og að lokum málsetta grunnmynd til að vinna eftir.
1. Fyrst sendir þú ljósmyndir af garðinum ásamt lista yfir helstu óskir.
2. Næst sendum við þér verðtilboð.
3. Þegar þú hefur samþykkt tilboðið förum við og skoðum svæðið og greinum verkefnið.
4. Hönnunarfundur 1 er haldinn á skrifstofunni okkar í Skeifunni 17 og allar ákvarðanir teknar.
5. Hugmyndateikningar í formi grunnmyndar og þrívíðrar teikningar eru sendar sem PDF skjal.
6. Farið yfir teikningar á hönnunarfundi 2.
7. Ný teikning með málsettri grunnmynd send.
Grunnverð fyrir Hugmyndateikningu er á bilinu kr. 290.000-600.000 eftir stærð lóðar og aðstæðum. Gert er tilboð fyrir hvert og eitt verkefni þegar teikningar og aðstæður hafa verið skoðaðar.
Hægt er að bæta við eftirfarandi teikningum: Hæðarplani (ef góð grunngögn liggja fyrir), grindarteikningum fyrir girðingar og palla, gróðurplani og lýsingateikningu.

