Hugmyndateikning

Hugmyndateikning er ein þægilegasta leiðin til að láta hanna draumagarðinn þinn. Hluti hönnunarvinnunnar fer fram á fundum þar sem garðeigandi og landslagsarkitekt taka í sameiningu ákvarðanir um skipulag garðsins. Útkoman er nákvæm grunnmynd ásamt glæsilegum þrívíddarmyndum sem sýna garðinn frá öllum sjónarhornum. Einnig er auðvelt að panta viðbót við þessa þjónustu s.s. plöntuplan, lýsingarhönnun og grindarteikningar. Einfalt er fyrir verktaka að vinna eftir þessum teikningum og hefur Hugmyndateikning verið algengasta leið viðskiptavina okkar til þessa.

Svona er ferlið:

Fyrst sendir garðeigandi ljósmyndir af garðinum og haldinn er fundur með hönnuði og garðeiganda á skrifstofu okkar í Skeifunni 17 til að fara yfir helstu áherslur í hönnun garðsins. Í framhaldi af fundinum er tilboð sent.

 

Þegar tilboð hefur verið samþykkt fer landslagsarkitektinn og tekur út garðinn.

 

Skref 1. Þegar tillögur eru tilbúnar hittast hönnuður og garðeigandi á skrifstofunni og skoða saman hönnunarhugmyndir með gegnumgangi á skjá. Eftir fundinn fær garðeigandinn sent pdf með greiningu, grunnmynd og þrívíðum teikningum frá öllum helstu sjónarhornum.

 

Skref 2. Farið er yfir mögulegar breytingar og betrumbætur. 

Þegar breytingar á teikningu hafa verið gerðar og málsett grunnmynd útbúin hittast hönnuður og garðeigandi á fundi til að fara yfir og samþykkja lokaútfærslur.

Athugið að allir fundir geta farið fram sem fjarfundir.

 

  

 

Grunnverð fyrir Hugmyndateikningu er á bilinu kr. 290.000-600.000 eftir stærð lóðar og aðstæðum. Gert er tilboð fyrir hvert og eitt verkefni þegar teikningar og aðstæður hafa verið skoðaðar.

Hægt er að bæta við eftirfarandi teikningum:

- Hæðarplani (ef góð grunngögn liggja fyrir)  

- Grindarteikningum fyrir girðingar og palla 

- Gróðurplani

- Lýsingateikningu  

Urban Beat ehf

Skeifunni 17, Reykjavík

info@urbanbeat.is

+ 354 823 0001

©2018 Urban Beat ehf. Unnið í Wix.com með stolti :-)