top of page
SPURNINGAR, SVÖR OG SKILMÁLAR

​

Hvað er innifalið í palla- og innkeyrsluteikningu?

​

1.    Grunnskipulag svæðis allt að 200 m2
2.    Lögun hellulagna og helluval
3.    Staðsetning og lögun palla
4.    Lega girðinga og veggja
7.    Staðsetning og val á heitum potti, köldum gufubaði og útisturtu


Hvað er ekki innifalið í grunnþjónustunni? 


1.    Útfærslur á miklum hæðarmun og halla.
3.    Nákvæmar verkteikningar af framkvæmdum t.d grindarteikningar fyrir palla.
4.    Viðbótarbreytingar (Breytingar einu sinni eru innifaldar, viðbótarbreytingar eru rukkaðir í tímavinnu skv. gjaldskrá)

5.    Annað sem er sérstaklega getið sem viðbótaþjónusta.

​

Hvernig verkefni er þjónustan í boði fyrir?


Þjónustan er aðallega fyrir einkalóðir í þéttbýli. Lóðir á landsbyggðini eru unnar með fjarráðgjöf og þarf eigandi að sjá um uppmælingu. Þjónustan er ekki í boði fyrir fjölbýli, fyrirtækjalóðir, almenningssvæði, ferðamannastaði eða önnur svæði sem ekki geta talist til lóða einbýlis- rað- par- eða sumarhúsa.

​

Hvernig ljósmyndir viljum við fá?

​

Ljósmyndir þurfa að vera í jpg formi og sýna allt svæðið sem á að hanna. 

Skilmálar

 

  • Þjónustan miðast við svæði allt að 200 m2.

  • Nákvæmnin er háð þeim gögnum sem liggja fyrir og þarf því að endurskoða öll mál og allar hæðir á staðnum þegar komið er að framkvæmdum.

  • Ráðgjöfin nær einungis til hluta lóða sem tilheyra, einbýlis- eða raðhúsi.

  • Hún nær ekki til fjölbýlishúsa eða fyrirtækjalóða.

  • Ef gera þarf breytingar á teikningu eftir á, er rukkað hóflegt gjald fyrir það.

  • Urban Beat áskilur sér rétt til að hafna verkefnum ef þau henta ekki þjónustunni.

bottom of page