Hugsaðu þér fallegan góðviðrisdag. Sólin skín og sumarið er alveg að bresta á. Þig langar að gera veröndina tilbúna fyrir sumarið og garðveislurnar. Það eina sem þú þarft að gera er að moppa flísarnar og raða púðunum í útisófann. Nágrannarnir eru grænir af öfund þar sem þeir eru að hreinsa og bera á trépallinn en þú liggur í sólbaði á fallegu veröndinni þinni sem skartar glæsilegum flísahellum. Enginn mosi, ekkert illgresi, engin pallaolía.
Flísahellur eru glæsileg lausn fyrir garðinn enda er úrvalið gríðarmikið. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og þessum fallegu flísum fylgir sannkölluð lúxustilfinning og suðræn stemning. Sumum gæti fundist þeir vera staddir við sundlaugarbakkann á Tene!
Út með mosann!
Útiflísar sameina kosti flísa og garðhellna en eru lausar við mörg vandamál sem fylgja hefðbundnum hellulögnum. Kostir flísahellna felast helst í því hversu lokað yfirborð hellnanna er. Mosi og illgresi í fúgum verða því ekki að vandamáli og það ætti nú að gleðja marga! Flísarnar eru harðgerðar, mjög viðhaldsléttar, og úrval lita og áferða miklu meira en þekkist í hellum eða pallaefni. Þær hafa náttúrulegt steinayfirbragð sem skapar tengingu við kletta og náttúru. Vegna gríðarmikils úrvals er mjög auðvelt að finna flísar sem henta hverju verkefni og spila fallega með íbúðarhúsi og garði. Vídd bíður aðallega upp á ítalskar flísahellur frá framleiðindunum Mirage og Atlas Concorde og það er vel þess virði að skoða úrvalið.
Flísalagður kampavínsveggur
Flísahellur fást einnig í mörgum stærðum og það hversu stórar þær geta verið gefur allt aðra möguleika en hefðbundnar hellur. Mögulegt er að nota flísarnar á veggi og tröppur og einnig er oft hægt að fá sambærilegar flísar til að nota innandyra t.d. í sólskála. Flísahellurnar eru þannig skemmtileg leið til að tengja saman úti- og innirými en það trend hefur verið áberandi í garðhönnun undanfarið. Til dæmis gæti flísalagður sólskáli sem opnast út á flísalagða verönd verið falleg lausn. Flísar eru síðan mjög hentugar og fallegar ofan á vinnuborð í útieldhúsum og kampavínsveggi.
Partí á pallinum
Trépallar eru mjög vinsælir í görðum hérlendis. Margir sem kjósa viðarútlit en vilja sleppa við að sinna því viðhaldi sem trépalli fylgir velja flísar með viðaráferð. Þannig fæst harka og viðahaldsleysi flísanna ásamt hlýlegu útliti viðarins og fást þessar flísar í ýmsum plankastærðum. Og úrval áferða er mikið og fjölbreytt. Nú er engin þörf á að hreinsa pallinn og bera á, bara sópa yfir flísarnar, kveikja á grillinu og garðpartíið getur hafist.
Aðferðir við flísalögn
Flísahellur þarf ekki að líma niður heldur er hægt að leggja þær niður með ýmsum hætti. Ef flísarnar eru lagðar beint á gras, möl eða sand er hægt að beita hefðbundnum aðferðum við hellulagnir. Notaðir eru jarðvegsdúkar og samsetning á misgrófri möl og sandi í undirlag.
Ef flísarnar eru lagðar á svalir eða annað hart undirlag t.d. steypta eða malbikaða fleti er notað svokallað stultukerfi. Áríðandi er að vatnsverja steypuna t.d. með dúk, þéttikvoðu eða tjörupappa. Stultukerfið er síðan sett upp og flísarnar lagðar á það.
Frítími en ekki garðvinna
Flísahellur eru svo sannarlega viðhaldsléttar og þar sem tækni við gerð þeirra hefur fleygt mjög fram eru þær ekki hálar í bleytu og springa ekki í frosti. Flísarnar eru fúgaðar með 4 mm fúgu sem ofan í kemur sérstakur Polymere sandur. Slíkur sandur er 5-15% Polymere plastefni og myndar þétta fúgu sem ekki fer auðveldlega burtu. Flísarnar eru þvegnar eins og önnur flísagólf en gera þarf ráð fyrir að viðhalda fúgunni á 5-15 ára fresti, allt eftir álagi og veðrun svæðisins. Fyrir þá sem vilja nýta tímann í garðinum til að slaka á ættu flísahellur því að vera afskaplega góður kostur.
Takk fyrir að lesa :-)
Comments