top of page

Hvar á ég að staðsetja heita pottinn?

Updated: Mar 10, 2023

Skjól í heita pottinum

Heiti potturinn þarf að vera í skjóli fyrir vindum, þar sem sólin nær vel til hans og vel aðgengilegur frá húsinu og öðrum hlutum garðsins. Hann er oft miðpunktur garðsins og getur verið rólegur hugleiðslustaður eða fjörugur suðupottur félagslífs. Potturinn þarf að vera í góðu skjóli, því ef vindur næðir um heitan pott er hætta á yfirborðskælingu vatnsins og því óstöðugu hitastigi. Það þarf að gera ráð fyrir að potturinn sé í skjóli frá flestum vindáttum.


Heitur pottur, pallur og steyptir veggir í skjólgóðum garði
Potturinn þarf að vera í góðu skjóli til að koma í veg fyrir yfirborðskælingu

Nálægð við húsið eða í kvöldsólinni

Heiti potturinn þarf að vera í góðu skjóli til að koma í veg fyrir yfirborðskælingu

Þegar pottur er staðsettur nálægt húsi er algengt að honum sé valinn staður við suðurvegg en þar er sólin sterkust. Þetta getur verið góð staðsetning, sérstaklega með tilliti til vetrarsólar, en heitir pottar nýtast ekki síður á þeim árstíma. Staðsetningin má þó ekki vera á kostnað besta sólbaðssvæðisins og ef plássið er af skornum skammti má hugsanlega staðsetja hann þar sem kvöldsólar nýtur. Hjá mörgum er kvöldið helsti tími baðferða.

Ef potturinn er staðsettur nálægt útidyrum getur notkun orðið talsvert meiri.

Sturtu í garðinn?

Fjarlægð frá húsi að potti getur haft úrslitaáhrif um hversu mikla notkun heitur pottur fær. Ef hann er nálægt húsi og þá sérstaklega þar sem gengið er inn í baðherbergi er notkun mun auðveldari. Þó hefur pottur sem er langt frá húsi þann kost að baðsvæðið er vel aðskilið frá húsinu og oft einnig öðrum dvalarsvæðum garðsins. Þannig er ólíklegt að vatnssull og háreysti frá baðsvæðinu trufli aðra í garðinum. Með slíkri staðsetningu er vert að skoða möguleika á sturtu og jafnvel búningsklefa úti í garði.
Í friði fyrir nágrönnum

Heiti potturinn þarf að vera í skjóli fyrir nágrönnum en í tenglum við húsið og garðinn.

Flestir vilja að pottasvæðið sé vel lokað frá umhverfinu. Þetta á sérstaklega við ef ætlunin er að lauga sig án sundfata. Ef baðsvæðinu er lokað með skjólveggjum þarf að gera ráð fyrir að slíkir veggir varpi skuggum og eru skuggarnir talsvert lengri að vetri en sumri. Á sumum svæðum er hins vegar möguleiki á fallegu útsýni úr lauginni og þá þarf að meta það hversu mikið má sjást inn og hversu mikið út.

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page