top of page

Útieldhús á Íslandi: Hönnun og skipulag

Vinsældir útieldhúsa haf aukist á Íslandi undanfarin ár, þar sem margir vilja nýta útivistarsvæði í görðum sínum betur. Með mildari sumrum og auknum áhuga á að njóta tíma utandyra með fjölskyldu og vinum, eru útieldhús frábær leið til að auka notagildi garðsins, lengja sumarið og bæta lífsgæði. En hvernig er best að skipuleggja og hanna útieldhús á Íslandi? Hér skoðum við hönnun, skipulag garðsins í kringum útieldhúsið, og hvað þarf að hafa í sérstaklega huga.



  1. Hönnun útieldhússins: Hagnýtt og fallegt rými

Við hönnun útieldhúsa er mikilvægt að byrja á grunninum: Hvernig viljum við nota það? Á að grilla, elda stórar máltíðir, eða einfaldlega undirbúa létta rétti? Þannig getum við áætlað stærð útieldhússins, val á tæki og búnaði, og hvernig aðgengi ætti að vera.


Grill og eldavél: Grillið er oft hjarta útieldhússins. Veldu góða staðsetningu fyrir grillið sem tryggir að það sé bæði öruggt og þægilegt í notkun. Ef þú vilt meira en bara grill, geturðu líka íhugað að setja upp eldavél, ofn, eða pizzaofn. Staðsettu þetta allt þannig að auðvelt sé að flytja mat og hráefni á milli svæða.


Vaskur: Ef þú hefur aðgang að vatni getur það bætt notagildi útieldhússins. Hér þarf að hafa í huga að leiðslur þurfa að vera vel einangraðar og útbúnar hitþráðum þar sem hætta er á frosti. Einnig má tæma leisðlur á haustin og nota vaskinn aðeins á sumrin.


Veðrufar: Þó að útieldhús á suðrænum slóðum krefjist ekki mikillar umgjarðar til að mynda skjól, þarf virkilega að taka tillit til veðurskilyrða á Íslandi. Það getur verið praktískt að byggja útieldhús við skjólvegg og hylja að hluta með þaki. Útihitarar geta einnig lengt árstímann sem hægt er að njóta útieldhússins fram á haust og snemma vors.



  1. Útlit og efnisval

Efnin í útieldhúsið: Þegar kemur að efnisvali fyrir útieldhús á Íslandi þarf að hugsa um að velja endingargóð efni sem standast íslenska veðrið. Flísar eru frábær kostur fyrir borðplötur og tæki, þar sem þau eru bæði veðurþolin og auðveld að halda hreinu. Steinn eða viður fyrir borðplötur getur líka gefið fallegt náttúrulegt útlit, en það þarf að gæta þess að þau séu meðhöndluð og vel viðhaldið.


Hugað að náttúrulegu útlit: Íslendingar elska náttúruna, og útieldhús getur sameinað náttúrulega fegurð með hagnýtu rými. Veldu efni sem líkjast náttúrulegu umhverfi, svo sem grófan stein eða veðruðan íslenskan við eins og lerki, til að skapa rými sem falla vel að garðinum og umhverfi.




  1. Að velja rétta staðsetningu

Staðsetning útieldhússins skiptir sköpum. Það er best að hafa útieldhúsið nálægt húsinu sjálfu til að auðvelda aðgengi að mat, áhöldum og borðbúnaði. Ef möguleiki er á að byggja það nálægt stofu eða eldhúsi inni getur það stytt vegalengdir og bætt tengslin milli innirýmis og útirýmis. Einnig er skemmtilegt þegar útieldhúsið er staðsett þannig að kvöldsólin úr vestri nær að skína þar inn.


Skjól og sól: Íslenskir sumardagar geta verið fallegir, en vindasamir. Þess vegna er nauðsynlegt að huga að skjóli þegar staðsetning er valin fyrir útieldhúsið. Staðsettu það þar sem skjól er frá vindum en það má auka með plöntun trjáa, runna eða með því að reisa skjólveggi. Einnig er mikilvægt að hugsa um hvar sólin skín mest á daginn. Að hafa sólsetursupplifun í útieldhúsinu getur verið dásamleg leið til að enda sumarkvöld.


Gróður: Það getur verið fallegt að staðsetja gróður við útieldhúsið. Runnar og fjölær blóm geta gert lift umhverfinu upp á hærra plan. Þá er líka skemmtilegt að hafa grænmeti og kryddjurtir aðgengilegar og nýta beint í eldamennskuna.


Góðar gönguleiðir: Hellu- eða flísalgðar gönguleiðir sem tengja útieldhúsið við húsið og resitna af garðinum geta gert gæfumuninn þegar kemur að notagildi. Einigg má not möl og stiklur sem gefa afslappað og stílhreint útlit.


Skemmtirými fyrir fjölskyldu og vini: Útieldhús er ekki bara fyrir matreiðslu; það er líka staður þar sem fjölskyldan og vinir safnast saman. Það er vel þess virði að huga að setsvæðum, borðum, og jafnvel heitum potti eða sólbekkjum nálægt útieldhúsinu. Þetta skapar skemmtilega stemningu til að njóta sumarkvölda og viðburða utandyra.





  1. Hagnýt ráð til að nýta útieldhús á Íslandi

Þegar hönnun og skipulag er klárt, þá er mikilvægt að nýta útieldhúsið á skemmtilegan og hagnýtan hátt. Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað til við að gera notkunina bæði þægilega og skemmtilega.


Notagildi allt árið: Þó að sumarið sé stutt á Íslandi er hægt að nýta útieldhúsið meira en bara í júlí og ágúst. Með réttri hönnun og búnaði geturðu notið þess að elda úti nánast allt árið. Settu upp útihitara, eins og gas- eða rafmagnshitara, eða jafnvel arinn, til að halda rýminu hlýju og notalegu á köldum kvöldum. Einnig má útbú skermi eða svalaloku sem hægt er að loka hluta svæðisins með, en þannig eykst notgildið á veturna.


Nýstárleg hráefni: Það má grilla nánast allt og í útieldhús má vera skapandi með hráefnin. Á Íslandi er auðvelt að nálgast ferskt sjávarfang, lambakjöt, og grænmeti sem hægt er að grilla eða elda úti. Notaðu hráefni úr nágrenninu t.d. Melabúðinni ef þú býrð í Vesturbænum eða jafnvel úr eigin garði, ef þú ert með grænmetisreit nálægt útieldhúsinu.


Skipuleggðu skemmtilega viðburði: Útieldhús getur verið frábært tækifæri til að halda skemmtilega viðburði. Hvort sem um er að ræða sumargrillveislu, afmæli, eða kvældmat með stórfjölskyldunni, þá bætir útieldhúsið nýrri vídd við garðlífið. Með góðum undirbúningi, ljúffengum mat og þægilegu umhverfi getur hver viðburður orðið ógleymanlegur.





  1. Lokaorð

Notkun útieldhúsa er frábær leið til að njóta sumarsins og eyða tíma með fjölskyldu og vinum í garðinum. Með réttri hönnun, góðu skipulagi garðsins og aðlögun að íslensku veðurfari má útbúa útieldhús sem er bæði hagnýtt og fallegt. Með því að huga að réttum efnisvali, staðsetningu og gróðri verður útieldhúsið miðpunktur garðsins, og veitir þannig bæði gleði og notagildi allt árið.

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page